9. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kveðja heim

Er kemur sumar og sól
syngja fuglar um ból
alla bestu söngvana þína
og hinn blíðasti blær
ber þér vina mín kær
vorboðans kveðjuna mína.

Ég leitaði þín um langan veg
og ljúft var þig að finna
því þú ert elskan yndisleg
ó ástin drauma minna.

Þegar dagurinn dvín
dafnar ástin til þín
þá ljúfustu minningar streyma
sem ég geymi með mér
meðan hugurinn fer
og langar að faðma þig heima.
Ort til konunnar minnar út á sjó


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi (2007-09-17)
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu. (2010-11-25)
Óður til æskustöðva (2008-10-08)
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi (2009-01-26)
Til mömmu
Tryggðarbönd
Minning.
Tréð mitt í garðinum (2008-05-20)
Nýtt líf
Jólavísa (2006-12-13)
Hjá þér ríkur ég er
Betra Líf
Hugleiðing sjóarans
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra (2010-03-26)
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn (2011-10-20)


[ Til baka í leit ]