Lognið strauk varlega mitt hold
loks fann ég langþráðan frið
það verður veraldleg bið
þar til ég verð af heimsins mold.
Frjáls ég stóð í mínum sporum
en þau hafa verið mér erfið byrði
sá svo hversu lífið er mikils virði
og með komu breytinga á nýjum vorum.
Æðri máttur stendur yfir þessum stað
sá sem verndar allt sem er vígt
og alla hamingju gefur.
En öllum er sko ekki sama um það
og hugsa sífellt um slíkt
en enginn á því sefur.
|