Steig úr rúminu og eftir mig lágu búngur
rúmið sagði-Mikið rosalega ertu þungur.
Hitti næst ískápinn sem var mjög heitur
hann sagði-Ekkert hér þú ert of feitur.
Kaffivél neitaði mér næst um kaffi
hún sagði-Nei vinur þú ert straffi.
Útidyrahurðin lét mig ekki að opna sig
hún mælti-Svona má enginn sjá þig.
Varð á vegi spegils á leiðinni aftur inn
sár hann sagði-þú ert nú ljóti eigandinn
Fúll ég stóð við klósettið hvíta
Það sagði-Þú mátt alls ekki í mig skíta.
Hönd mín greip næst í tannbrustann
hann hrópaði-Síðast 18 holur ég fann.
Settist ég því í sófann þreyttur
hann sagði-Farðu af mér þú ert sveittur.
Núna gat ég ekkert gert né ekkert farið
en öskraði reiður- Ég hef fundið svarið.
Loks datt mér snjallræði í hug
og loks komst hugurinn minn á flug.
Mælti ég þá stoltur og glaður í bragði
svo hátt að enginn neitt sagði.
-Nú skal ég allt brjóta og bramla
og ekkert né enginn mun mig hamla.
Bretti ég upp ermar reiður mjög
fór inn í kompu og náði í kylfu og sög.
Svo þegar ég ætlaði láta til mín taka
byrjuðu allt og allir að svara til saka.
Nú loks höfðu allir skilið hlutverk sín
og áttuði sig á að þau væru öll mín.
-Munið hver stjórnar í húsi þessu
en ef það gleymist lem ég ykkur í klessu
|