Degi þessum verður ekki gleymt,
hver íbúi hér á landi hefur hann geymt.
Loksins var hlustað á fólkið í landinu
sem mun styrkja vel á bræðrabandinu.
Forsætisráðherra óð af stað með sinn her
og krafðist að allt yrði eins og það er.
Skýr skilaboð um einræði hann sendi
og bar hátt á loft sían bláu hendi.
Þá gjörsamlega upp úr öllu sauð
og forsætisráðherrann frið bauð.
En þjóðin byrjaði undirskriftum að safna
því þessum lögum yrði að hafna.
Svo í skyndi kom forsetinn heim
hann varð að taka þátt í þessum game.
Búið var verið mikið fjölmiðlafár
sem kostaði blóð svita og tár.
Svo 2. júní kom Forsetinn sterkur inn
og kvað upp fyrir þjóðinni dóminn sinn.
Að það yrði þjóðin sem fengið valdið
en það hafði Davíð aldrei sagt né haldið
Nú liggja völdin hjá íslensku þjóðinni
en hún hefur átt þetta lengi inni.
Því hvet ég alla lögunum að neita
því nýju lífi lýðræðinum verðum að veita
|