20. apríl 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kona

Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.

Það bregst ekki.


Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur

Húm (2002-12-07)
Skáldkonan sem hvarf (2003-07-07)
Dúfan mín (2002-12-20)
Jólaskemmtun (2007-12-22)
Rigning í Reykjavík (2004-06-08)
Haust (2007-03-08)
Kona (2004-06-19)
Kona


[ Til baka í leit ]