21. júlí 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Stephan G. Stephansson

Íslenskur kveðskapur (2002-02-19)
Fósturlandið (2002-05-03)
Hugur og hjarta (2003-01-23)
Útþynningar (2003-06-23)
Dimmnætti (2003-02-24)
Íslenska þokan (2003-07-11)
Afkastaleysið (2003-05-19)
Eftirköst (2003-06-11)
Úr Íslendingadagsræðu 1904 (2003-05-29)
Við verklok (2004-07-26)
Meira um höfund:


Stefán Guðmundur Guðmundsson var fæddur 3.október 1853 á Kirkjuhóli, í Seyluhreppi, í Skagafirði og ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum bæjum í Skagafirði, uns fjölskyldan fluttist í Bárðardal í Þingeyjarsýslu, þegar hann var 15 ára. Þaðan lá leiðin vestur um haf til Bandaríkjanna og settist Stefán fyrst að í Wisconsinfylki, en 1889 fluttist Stephan, eins og hann nefndist í Vesturheimi, til Kanada og nam þar land í Albertafylki, austan Klettafjalla. Þar var Stefán bóndi til dauðadags.

Íslendingar hafa oft nefnt hann ?Klettafjallaskáldið".

Kona Stefáns var líka innflytjandi frá Íslandi. Hún hét Helga Jónsdóttir frá Mjóadal í Þingeyjasýslu. Þau eignuðust 8 börn, 6 þeirra komust til fullorðinsára. þau misstu, Jón 3 ára gamlan og Gest 16 ára sem beið bana af því að snerta girðingarvír hlaðinn rafmagni, eftir þrumuveður.

Stefán naut engrar skólagöngu, en lærði snemma að lesa og draga til stafs í foreldrahúsum. Hann var bóndi og vann erfiðis vinnu allt sitt líf, en var sjálfmenntaður og afkastmikið ljóðskáld.

Ljóðasafn Stephans heitir Andvökur og er afar mikið af vöxstum(6 bindi) auk þess liggja eftir hann ritgerðir og bréf í 4 bindum.