26. mars 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Skáldaspírukvöld 5. desember

Hallberg Hallmundsson og Ingunn Snædal


Þriðjudaginn 5.des, fagnar Skáldaspíran 75. upplestrarkvöldinu sínu, að vanda í
Iðu, Lækjargötu, kl. 20.00.

 

Skáld kvöldsins að þessu sinni, eru þau: Hallberg Hallmundsson, ljóðskáld og
þýðandi, en Árni Blandon mun lesa fyrir hann upp úr verkum skáldsins, þ.á.m upp úr
nýrri ljóðabók sinni, Þá og þegar, sem og úr öðrum verkum sínum.

Þá mun Ingunn Snædal lesa upp úr verkum sínum, m.a. nýjustu ljóðabók sinni,
Guðlausir menn, en fyrir hana hlaut Ingunn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

 

Aðgangur er ókeypis og mega gestir hafa með sér veitingar niður í bókarými ofan af
kaffihúsinu á annarri hæðinni. Skipuleggjandi kvöldsins er skáldaspíran Benedikt S.
Lafleur...

Benedikt S. Lafleur


lafleur@simnet.is
Holmaslod 4,
101 Reykjavik

vs: 55 282 55 / gsm: 659-3313
www.lafleurpublishing.com
www.benediktlafleur.com
www.numeralogia.com
www.ermasund.is