17. desember 2017
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Tregawöttin flytja sig um set

- púnktur, net


Kæri fjölmiðill, vefstjóri, vinur eða kunningi.
 
Ljóðavefurinn Tíu þúsund tregawött, sem starfræktur hefur verið frá því í byrjun maí-mánaðar og hefur notið fádæma vinsælda meðal ljóðaunnenda af öllu tagi, hefur flutt sig um set. Nýtt heimilisfang vefsins er www.tregawott.net. Á þeim tíma sem vefurinn hefur verið starfræktur hafa birst á honum fjöldamörg íslensk ljóð, jafnt frá eldri skáldum sem sannað hafa sig í ljóðsins ólgusjó, sem og nýrri óútgefnum skáldum sem eiga eftir að sýna til fulls hvað í þeim býr. Þá hafa birst á vefnum ótal umsagnir um ljóðabækur, fundin ljóð, myndbönd af ljóðaupplestrum, ljóðrænar stuttmyndir, ljóðahljóð, upplestrar á mp3, greinar um ljóðlist og fréttir úr ljóðaheimum auk margra ljóðaþýðinga. Stærstur hluti þess efnis sem birst hefur á Tregawöttunum hefur frumbirst þar, og því ljóst að Tregawöttin hafa sannað sig vera það afl í íslenskri ljóðlist sem til stóð.

Landeigendur á netinu viljum við biðja um að breyta hlekkjum, og þeir sem enn hafa ekki hlekkjað ættu að gera það hið snarasta svo þeir verði ekki út undan á internetinu.

Fjölmiðlar mættu gjarnan minnast á flutning vefritsins - þó ekki væri nema í litlum dálkum og fáum orðum.
 
Óbreyttum netnotendum og ljóðaunnendum viljum við benda á að heimsækja síðuna. Vonir standa til að hún verði áfram mikið uppfærð.

Útgefendum bendum við á að hægt verður að fara fram á umfjöllun um tilteknar bækur á síðunni, hvort sem er nýútgefnar íslenskar ljóðabækur, eldri íslenskar ljóðabækur eða bækur með ljóðaþýðingum. Bókaútgefendum er bent að hafa samband á tiuthusundtregawott@gmail.com, æski þeir sérstakrar umfjöllunar, ritdóms eða birtingar efnis úr bókum.

Ljóðskáldum, bókmenntafræðingum, þýðendum og ljóðaunnendum bendum við enn á ný á að senda inn efni. Netfangið er tiuthusundtregawott@gmail.com

Að ritstjórn vefritsins standa Ásgeir H. Ingólfsson, bókmenntafræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl, ljóðskáld, Hildur Lilliendahl, ljóðskáld, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og Ingólfur Gíslason, stærðfræðingur.
Með bestu kveðju,
 
Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta - www.tregawott.net