17. febrúar 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Nykurskáld á Menningarnótt

- Austurvelli kl. 22-23, laugardaginn 18. ágúst


Útgáfu- og skáldahópurinn Nykur stendur fyrir þéttri og spennandi ljóðadagskrá á Austurvelli kl. 22-23 á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst.
 
Eftirfarandi skáld lesa úr ljóðum sínum:
 
Andri Snær Magnason
Davíð Stefánsson
Emil Hjörvar Petersen
Kári Páll Óskarsson
Toshiki Toma
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Arngrímur Vídalín
Andri Örn Erlingsson
Nína Salvarar
 
Þetta er þrælgóð blanda af gömlum og nýjum skáldum - Andri Snær og Davíð hafa gefið út allnokkrar ljóðabækur, Emil, Kári, Arngrímur og Sigurlín Bjarney hafa öll nýverið gefið út sín fyrstu verk, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, mun nú í haust gefa út fyrstu ljóðabók sína, Fimmta árstíðin. Andri Örn og Nína eru svo nýjustu og ferskustu meðlimirnir í Nykri.
 
Allir velkomnir, aðgangur að sjálfsögðu ókeypis - kl. 22-23 á Austurvelli - rétt fyrir flugeldasýninguna.