17. febrúar 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Fimmta árstíðin e. Toshiki Toma

- sala til styrktar ljóð.is


Toshiki Toma hefur til margra ára verið einn af virkari notendum ljóð.is
og ötull meðmælandi vefsins. Afrakstrinum hefur hann safnað saman í
ljóðabókina Fimmta árstíðin, sem nýverið kom út undir merkjum Nykurs.

 

Bókin markar þáttaskil, því hún er fyrsta frumorta skáldverk innflytjanda
á íslenska tungu.

Toshiki færði ljod.is töluverðan eintakafjölda af bókinni og vildi með því
móti þakka fyrir tilurð vefsins.

Við viljum auðvitað koma hinni ágætu ljóðabók áfram til ljóðaunnenda og
því er hún hér boðin til sölu fyrir kr. 2000- (sendingarkostnaður
innifalinn).

Allur ágóði rennur óskertur til rekstrar ljod.is.

Hér er því komið upplagt tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi,
að kaupa jólagjafir fyrir vini og vandamenn, kynnast ljóðum Toshikis og
styrkja ljóðavefinn í leiðinni.

Tekið er við pöntunum í gegnum netfangið info@ljod.is.

 

Ekki hika – það er stutt til jóla.