17. febrúar 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Ný ljóðabók eftir Lubba klettaskáld

- Kvæðahver


Út er komin ljóðabókin Kvæðahver eftir Lubba klettaskáld og er það fjórða bókin hans en sú fyrsta í 5 ár. Það er Lafleur Productions sem sér um útgáfu.

Lubbi klettaskáld er fjölhæft skáld. Í þessari bók gætir einmitt ýmissa grasa. Lubbi er pólitískur, rómantískur, kaldhæðinn, grínaktugur, orðheppinn og leikinn á tungumálið. Lubbi er fyndinn, sár og bitur, dregur sjálfan sig og aðra sundur og saman í háði. Hann er sumsé fullur andstæðna. Þess vegna er þetta einlæg bók.

Áhugasamir geta nálgast bókina í öllum helstu bókabúðum á landinu eða haft samband við Lubba sjálfan en tölvupósthólf hans er bjg8@hi.is.