17. janúar 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Skáldaspírukvöld í minningu Geirlaugs Magnússonar

- í Iðu þann 15. nóvember kl. 20:00


Í minningu Geirlaugs Magnússonar:
45. Skáldaspírukvöldið 15. nóv. í Iðu kl. 20.00

Næsta Skáldaspírukvöld verður sérstaklega tileinkað Geirlaugi Magnússyni sem verður að teljast eitt okkar besta ljóðskáld. Geirlaugur andaðist nýverið aðeins 61 árs að aldri en skildi eftir sig tvö fullkláruð handrit. Annað er komið út á vegum Lafleur útgáfunnar: Andljóð og önnur og verður lesið úr þeirri bók sem og úr öðrum eldri verkum Geirlaugs.


Nokkur stórskáld, sem stóðu honum nærri, lesa upp úr verkum Geirlaugs:

Benedikt S. Lafleur útgefandi og listamaður kynnir Geirlaug og les nokkur ljóð úr nýju bókinni.

Þá lesa upp úr verkum Geirlaugs skáldin: Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Óskar Árni Óskarsson og Einar Ólafsson.

Bókin verður til sölu hjá Iðu á vildarverði...