18. júlí 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Fréttir

Ný ljóðabók - Litbrigðamygla

- eftir Kristian Guttesen


Litbrigðamygla
eftir Kristian Guttesen

Litbrigðamygla heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen. Hér er á ferðinni sjötta ljóðabók höfundar, en hann hefur getið sér orð fyrir persónulegan stíl þar sem hann tekur lesandann á hljóðlátt eintal. Í þessari bók dvelur ljóðmælandinn á draugasetri þar sem draumar og veruleiki verða eitt. Þar ríkja hinir dauðu og tíminn stendur í stað.

 

Þetta nýstárlega verk er sannkölluð ljóðahrollvekja.

Birgitta Jónsdóttir sá um umbrot og hannaði kápuna. Bókin er 48 bls. og var prentuð í Offsetfjölritun. Salka gefur út.