3. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Innbær-útland eftir Sigmund Erni Rúnarsson


Ferðalag um land hugans.


Bókin skiptist í þrjá kafla. Í fyrsta lagi Innbær, í öðru lagi Útlönd og þriðja lagi Innland. Kaflarnir skera sig einnig frá hvor öðrum hvað varðar viðfang og ennfremur ljóðastíl.
Í fyrsta kaflanum lítur ljóðmælandi aftur til fornra slóða. Þetta eru æskuminningar, jafnvel minningaleiftur af hlutum, persónum og andartökum. Um sakleysi æskunnar og endurmat hennar í gegnum minninguna líkt og kemur fram í ljóðinu ?Skáld?:
... seinna hef ég lesið þín ydduðu orð í rúmi við hálfnaðar nætur og skilið þig í mínu lífi. (bls. 15)
Í miðkaflanum, Útlönd, færir höfundur sig yfir í prósastíl. Ljóðin verða líkt og ljósmyndir af ferðalögum, framandi stöðum og ókunnugu fólki. Stundum jafnvel eins og dagbókarbrot. Ennfremur er ljóðmælandi þroskaðri og verund hans dýpri í samtíma ljóðanna, öfugt við það sem birtist lesanda í fyrsta kafla. Æskan er að baki. Þetta kemur ágætlega fram í ljóðinu ?Louisiana II?:
Litla lausholda mellan á langa kaktusbarnum í New Orleans tók mig varlega tali við þreytulegt barborðið. Yfir sveif uppblásin flaska af léttum Bud ... (bls.31)
Í lokakaflanum, Innland, lýkur höfundur ferðalagi sínu, frá æsku- stöðvum til útlanda að sálinni. Hringnum er lokað og bókin, ferðalagið, öðlast merkingu í skáldinu sem reynir að nema land hugans líkt og í ljóðinu ?Að fæðast?:
... að fæðast eina stund er að finna leið að brjóstinu vera þar í landnámi ... að fæðast er að ala af sér land eiginland (bls. 54)
Bókin er 74 bls. og útgefandi er JPV, 2002.


Hver er það sem gefur umsögn:

Höskuldur Kári, 2003.