3. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Spor mín og vængir eftir Bjarna Bernharð


Heilstætt ljóðasafn af fjölbreyttum ferli.


Í bókinni Spor mín og vængir er um ræða úrval ljóða eftir Bjarna Bernharð sem ort voru á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þó upphaflega mætti búast við fjölbreyttum ljóðum enda farið yfir langt tímabil í ævi skáldsins kemur á óvart hversu heildstæð hún er. Þó finna megi fjölmörg ljóðaform má segja að flest ljóðin séu stutt og minna eilítið á japanskar hækur og tönkur þó ekki sé haldið í ströngustu form- byggingu þeirra ljóðaforma. Þetta eru oftar en ekki litlar myndir, stutt augnablik þar sem hið einstaka, brotið, vísar útfrá sér. Gott dæmi er ljóðið ?Ljóð?:
Þegar sólin hnígur verða strætin breið og endalaus. Vindurinn þyrlar sandkornum á slétt þökin. (bls. 43)
Í bókinni má finna mörg afar sterk ljóð sem draga upp glæsilega mynd í huga lesenda. Þannig er það t.d. í ljóðinu ?Veiðilendur hugans? sem tekst á við sköpunina sjálfa. Að setja orð á blað, kyrrsetja veru- leikann og þar með stöðva flæði huga og tíma:
Slær skugga á veiðilendur hugans skýjað andlit og draumar hugarfósturs. Orðsins æði og rökkursins tónn stíga dans í hringiðu tómsins. Árla morguns sæki ég inná veiðilendurnar í því skyni að fella dýrið. (bls. 9)
Viðfangsefni ljóðanna eru margvísleg eða allt frá innri hugleiðingum, til dökkra næturlífsmynda uppí pólitíska ádeilu á hlutverk skáldsins í nútíma samfélagi. Það er kannski einmitt í þessum ólíku viðfangs- efnum sem hvað sterkast skín gegn að hér er um ljóðasafn að ræða sem spannar mörg ár. Glettnin er þó aldrei langt undan eins og sést í ljóðinu ?Hlutverk ljóðsins?:
Ljóð eiga að tjá tilfinningar vísindanna hjartgæsku burgeisanna. Og alþýðuskáldin eiga að fara land úr landi með tilraunarglösin. (bls. 39)
Bókin er 63 bls. og útgefandi er Deus.


Hver er það sem gefur umsögn:

Höskuldur Kári, 2003.