1. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Kona fjarskans konan hér eftir Normu E. Samúelsdóttur


Persónuleg ljóð.


Kona fjarskans konan hér er hreint út sagt sneisafull af ljóðum. Svo mikið reyndar að varla er pláss fyrir þau öll á þessum 88 blaðsíðum sem bókin telur. Reyndar er það svo að plássið er sparað með því að hafa fleiri en eitt ljóð á síðu. Það kann að þykja íhaldssamt af minni hálfu en einhvernvegin kýs ég fremur það form að aðeins eitt ljóð prýði hverja síðu. Þannig fær ljóðið, að mínu mati, að njóta sín betur. En sönn frásagnargleði brýtur oft af sér marga hlekki og svo er það í þessari bók. Hér er tekist á við hversdaginn í öllum sínum myndum líkt og í ljóðinu ?Nótt?:
Horfði á manninn hrjóta sér við hlið það var gott (bls. 36)
Ljóðin eru oftar en ekki persónuleg og eru bundin saman af stuttum myndbrotum sem mynda eina heild í samhengi sínu:
Blaðsnepill penni Gott bragð í munni að eigin vali ostakaka létta geð Kaffi í bolla terta á diski Innantómt hjal ... (?Kaffihús?, bls. 20)
En eins og áður sagði geisla ljóðin af frásagnargleði sem er sönn og hrífur lesanda oft með sér. Hæfileiki höfundar til að draga það fram sem merkilegt er og jafnframt grátbroslegt í hverdagsleikanum gefur bókinni ennfremur góða dýpt. Hins vegar skal það sagt að með smá yfirlegu og slípun hefði verið hægt að gera þessa bók hnitmiðaðri en hún er. Bókin er 88 bls. og útgefandi er Norma E. Samúelsdóttir, 2002.


Hver er það sem gefur umsögn:

Höskuldur Kári, 2003.