22. júlí 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Flugur eftir Jón Thoroddsen


Full af æskugleði í anda ný-rómantíkar.


Bókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom fyrst út árið 1922. Endurútgáfan sem hér um ræðir felur í sér nokkrar viðbætur við hið upprunalega verk. Má þar helst telja tvær stuttar sögur sem birst höfðu í tímaritum sem og minningargrein eftir Þórberg Þórðarson ásamt öðru efni.
Verkið er skrifað á tíma þegar íslenskur skáldskapur er smám saman að þróast frá áhrifum hinnar svokölluðu ný-rómantíkur yfir í það sem seinna verður upphafið af borgar- og atómskáldunum, með þá Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson í fararbroddi. Það inniheldur eina þá fyrstu prósa eða jafnvel örsögur sem koma út á íslensku og má segja að verkið sé m.a. byltingarkennt af þeim sökum þó telja megi margt annað til. Eflaust má segja að Jón Thoroddsen hefði orðið meiri frumkvöðull og verk hans orðið sterkari í íslenskri bókmennta- sögu ef ekki hefði komið til sviplegs fráfall hans þegar hann var aðeins 26 ára gamall. Engu síður hefur verkið sótt á undanfarna ára- tugi og má m.a. í því samhengi telja að endurútgáfa þess árið 1986 hafi hjálpað þar mikið til.
Ljóðin sem birtast lesanda eru tvíbent. Full af æskugleði en jafnframt undirliggjandi depurð og einsemd skáldsins í anda ný-rómantíkar. Þannig segir í örsögunni ?Perlan? frá unga manninum sem leitar að hinni dýrmætustu perlu. Leitin leiðir hann að undarlegu blómi sem ber með sér sársauka skáldsins:
... Ég elska undarlega blómið, hrópar þunglyndi maðurinn. En hvað skal ég með það? Sjá, einnig það vil ég gefa. Og hann tekur fram undarlega blómið. En vei, það er vaxið inn í brjóst hans. Engu að síður kippir hann út undarlega blóminu. Og sjá, milli róta þess liggur dýrmæta perlan. ... (bls. 58)
Í raun er hér um afar einkennilegt verk að ræða. Það er nánast ómögulegt að staðsetja það innan meginstrauma íslenskra bók- menntasögu. Þó líkja megi prósum Jóns við prósaverk Kafka, sam- tímamanns Jóns (og sem dó reyndar sama ár og Jón) er notkun myndmáls af ólíkum toga sprottin. Jón sækir efnivið sinn úr samtíma sínum en jafnframt ævintýrum og goðsögum. Hin trúarlegu tákn eru aldrei langt undan líkt og í ör-sögunni ?Tómas?.
Mér er óhætt að segja að verkið ?Flugur? sé skyldulesning fyrir alla þá sem vilja kynna sér til hlítar þróun íslensks skáldskapar á 20. öld. Bókin er 80 bls. og útgefandi er JPV, 2002.


Hver er það sem gefur umsögn:

Höskuldur Kári, 2003.