30. mars 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Kona fjarskans konan hér eftir Normu E. Samúelsdóttur


Forvitnilegur stíll, þó einum of mikil upptalning.


Í ljóðabókinni Kona fjarskans, konan hér, skyggnist höfundurinn Norma E. Samúelsdóttir djúpt inn í hversdagsleikann sem vissulega snertir okkur öll. Stíll hennar er forvitnilegur, eilítið naív á köflum, og virðist hann oft vera einum of mikil upptalning. Sem dæmi má taka brot úr ljóðinu Skúringakona (Ræstitæknir):
setið við borð rabbað hugsað reykt einn tveir bjórar ís drukkið kaffi skrifað lesið svarað í gemsa hringt (bls. 25)
Aftur á móti getur upptalningin verið mjög skemmtileg, þar sem lesandinn fyllir sjálfur í eyðurnar og mótar þ.a.l. ljóðið. Gott dæmi um það er ljóðið Að heiman:
Ekki ein í nóttinni lítið kerti á borði speglast í rúðu hvítt rautt nýir angóra- ullarsokkar Snjór borð á hvolfi (bls. 28)
Þó má inn á milli finna ljóð sem gefa lesanda heilsteyptari mynd. Ljóðið Dæturnar er prýðilegt dæmi um slíkt ljóð, þar sem það er ríkt af tilfinningum og sterku myndmáli, ef allt ljóðið er lesið í heild sinni.
Dætur mínar dætur mínar hvar eruð þið dætur mínar.... Gengu rösklega út í nóttina litlar stúlkur (bls. 47)
Ljóðabókina mætti þó prýða áhugaverðari uppsetning og röðun. Heildarútkoman lítur út fyrir að vera skipulagt kaos. Bókin er 88 bls. og útgefandi er Norma E. Samúelsdóttir, 2002.


Hver er það sem gefur umsögn:

Signý Kristinsdóttir og Silja Þorbjörnsdóttir, 2003.