30. mars 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

3 sólir eftir Sigurð Ingólfsson


Djúpar pælingar inn á milli, rík sköpunargleði.


Ljóðin í þessari bók bera engin nöfn, og eru fremur samhengislaus, en þó má finna djúpar pælingar inn á milli línanna. Köflum bókarinnar er skipt niður í haust, martröð, vor og við gálgaklett, sem gefur til kynna sköpunargleði höfundar þar sem hann notar heillandi líkingar fyrir vetur og sumar. Ljóðin eru órímuð, þau innihalda hvorki stuðlasetningu né höfuðstafi. Erindi ljóðanna eru mislöng, og þau eru rík af myndmáli. Þau eru ekki þrungin tilfinningu, heldur lýsa þau því hversdagslega í lífinu, en höfundur beitir skemmtilegri orðanotkun og er óspar á að persónugera hlutina. Mörg ljóðin einkennast í byrjun af þungum pælingum, en svo kemur höfundur manni á óvart með kaldhæðnislegum endi. Eftirfarandi ljóð er gott dæmi um það:
Í hádeginu berst mér fregn. Enn einn dauði lætur mér eftir líf mitt. Ég missi allan áhuga á eldamennskunni. (Bls. 57)
Sigurður er þó mjög skemmtilegur þátttakandi í orðaleikjum nútímans og hér ber fyrir augu eitt tilfinningaríkt ljóð úr bókinni:
Öll heimsins litadýrð í litlum polli örskotsstund. Augnablik drukkna ég, en rétt næ yfirborðinu áður en klakabrák breiðir úr sér í makindum. (Bls. 17)
Bókin er 67 bls. og útgefandi er SING, 2003. Bókin er gefin út með styrk frá Menningarráði Austurlands.


Hver er það sem gefur umsögn:

Silja Þorbjörnsdóttir og Signý Kristinsdóttir, 2003