3. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Nihil Obstat eftir Eirík Örn Norðdahl


Sígildur heimsósómi með sterkum pólitískum undirtón.


Það er eitthvað tilraunakennt við ljóðabók Eiríks Norðdahl Nihil Obstat. Form ljóðanna er breytanlegt og höfundur er stöðugt að prófa nýjar skáldskaparleiðir. Áhrifavaldar eru margir sem og viðfangsefnin. Allt frá T.S. Eliot til Ísaks Harðarsonar. Í bókinni má finna orðræðu ný-raunsæista, súrrealista, Beat-skálda, módernista og póst-módernista svo eitthvað sé nefnt. Sjá má einnig beina, og afar skondna, tilvitnun í Stein Steinarr í ljóðinu Að frelsa heiminn:Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
Í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
Er einhver hér inni í kórónafötum?
Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn.En bókin er langt frá því að vera einhver samtíningur áhrifa og viðfanga heldur mætti frekar lýsa henni sem afar póst-módernískri súpu svo ekki sé fastara að orði kveðið (nógu fast er það þó). Skýrast má sjá þetta í Operation Enduring Freedom (sem ég kýs að kalla prósa) þar sem skáldið keyrir ljóð úr bók sinni Heimsendapestir (Nýhil, 2002) í gegnum mismunandi tölvuforrit. Það er einnig í þeim prósa sem hið tilraunalega skín í gegn. Skáldið sem vísindamaður þar sem orðin eru sett undir smásjá. Skáldið á tímum tæknialdar.Stef bókarinnar er þó fyrst og fremst gagnrýni. Sígildur heimsósómi með sterkum pólitískum undirtón. Gagnrýni á stríðsbrölt og spillingu líkt og í prósanum Nýhil Obstat:Ég eyddi heilum degi í leit að siðferðilegri vandlætingu. Ég fann það skemmtilegasta fyrst. Snemma morguns sló ég “I hope that you burn in hell” inn í leitarvélina, í gæsalöppum nákvæmninnar vegna og fékk upp fyrst af öllu efst á lista http://www.nukeafghanistan.net/ og slagorðið spreading love through the middle-east...one megaton at a time. Ég hlæ meðan ég fullvissa ykkur: Þessu fólki er alvara.Veikustu hlekkir bókarinnar eru eflaust þessi sami heimsósómi. Í endurtekningu hans fær maður á tilfinninguna að hér sé á ferðinni enn eitt reitt ungt skáld. Svo sem ekkert við það að athuga enda oftar en ekki við hæfi að ungskáld séu reið. En hér kemur til bjargar hárfín kímni þar sem ljóðmælandi hlífir sér ekkert frekar en viðfangsefni sínu:Ég var að reka mann!!! Ég var að reka mann!!! Og nú getur hann ekki brauðfætt fjölskyldu sína!!! (þetta er sósíal-realískt ljóð, til þess gert að fá þig til að hata allan skartgripalýð, og ég skal fyrstur manna viðurkenna að mér er alls ekki treystandi fyrir jafn merkilegum boðskap og byltingum)Bókin er 67 bls. og útgefandi er Nýhil, 2003.Hver er það sem gefur umsögn:

Höskuldur Kári, 2003