1. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
 
Umsagnir

Dagheimili stjarna eftir Baldur Óskarsson


Að vera og sitja í sjálfum sér


Í Dagheimili stjarna eftir Baldur Óskarsson er hugurinn kyrr á yfirborðinu, en undir niðri hvílir þungur niður þess heims sem maðurinn stríðir í daglega. Að færa hugann í hið jarðneska mót og aftur til frelsisins sem ljóðið er ferst Baldri vel, hvort heldur í einlægum frásagnarstíl hans eða stuttum hnitmiðuðum myndum.

Um tilgang er ekki spurt heldur aðeins þær kenndir látnar uppi sem dvelja og leita tjáningar í ljóði.
„Og þá er það mildin sem kemur í huga.

En sársaukinn fylgir
í kjölfarið“


(bls. 98)
Sú sterka náttúrukennd sem ljóð Baldurs endurspegla, hvort heldur hann er utan borgarmarka eða innan er honum eins og það dagheimili stjarnanna sem endurspeglast á vatninu, síkvikult og breytilegt með framrás tímans í heiminum.„Þú fjarlægist tímann
en tíminn fylgir þér eftir“


(bls. 116)
Þannig samtvinnast allt, hugur manna og hinn áþreifanlegi heimur þeirra í samlíðan þjáningar og unaðar sem gerir lífið þess virði að lifa því; að sjá hið óvænta og kannski hið óskiljanlega, en alltaf tilraun til uppbyggingar og jákvæðs skilnings á þeim undrum sem felast í því að vera og sitja í sjálfum sér.Hver er það sem gefur umsögn:

Benedikt Gestsson, 2003