18. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Heimþrá

Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Sorg (2001-11-20)
Bikarinn (2002-04-01)
Sofðu, unga ástin mín (2002-02-21)
Viltu fá minn vin að sjá? (2003-05-21)
Haustfífillinn (2003-08-21)
Heimþrá (2004-12-19)
Fyrir utan glugga vinar míns (2008-05-03)
Væri ég aðeins einn af þessum fáu (2008-02-05)
Jónas Hallgrímsson (2008-11-16)
Tárið (2008-03-03)
Ég sótti upp til fjallanna (2008-04-04)


[ Til baka í leit ]