5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Baráttan

Fyrir mér virðist liggja fátt,
Það er sem ég dvelji í hýði.
Það er sem ég hafi alltaf átt
í eilífu sálarstríði.

Á tímabili var gatan svo greið,
svo traust mér fannst mitt tak.
En mig grunaði ekki að á þessari leið,
fyrir mér myrkrið sat.

Nú er ég að falla í helvítisgýg,
sem kenndur er við þunglyndis-surt.
En ég skal finna og þræða hinn erfiða stíg,
sem að lokum mun leiða mig burt.

Með viljann að vopni sem tvíeggja sverð,
og brynju sem minningar lýsa.
Þá mun ég að lokinni þessari ferð,
aftur sjá sólina rísa.


Ljóð eftir Magnús Antonsson

Baráttan
Hugrenningar yfir fréttatíma
Morgundagurinn
Dóttir mín.


[ Til baka í leit ]