5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
1 ástin

Lífið streymir áfram eins og foss
hratt án hugsunar.
Það skelfir mig hve heitt ég elska þig.
Ég hata þig þó ég þrái þig
og elska þig jafnmikið og ég forðast þig
Horfi á þig og brenn að innan.
Þú ert að tala, brosa, hlæja...
mig svíður...
Augun límd við þig á hverjum degi,
þó ég vilji það ekki...
Lífið rennur áfram óendanlega,
mig langar að stoppa það..
bara í smá stund..
til að horfa á þig aðeins lengur.maddý
1982 -Ljóð eftir maddý

Heilög stund
Alltof bjart
1 ástin
Göngutúr


[ Til baka í leit ]