25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Bræðralag

Þú gengur einn, að lífinu þú leitar,
leiðin virðist endalaus og grýtt.
Sjálfum þér og sáluhjálp þú neitar,
og sjaldan hefur tækifærin nýtt.
Í örvæntingu aldrei skaltu gleyma,
að einhvers staðar vináttu þú færð.
Í bugað lífið birtan fer að streyma,
á bröttum vegi leiðarenda nærð.

Til betra lífs mun bjartsýni þér snúa,
og bæta þína líðan sérhvern dag.
Á góða menn og Guð þinn skaltu trúa,
í garði þínum rækta bræðralag.
Ef einhvern tíma manni síðar mætir,
og myrkur hans og þunga finnir þú.
Þú leiðir hann og líf hans óðar bætir,
lýsir upp með vináttu og trú.

Huga þinn úr höndum mátt ei tapa,
hæfileika þína rækta skalt.
Framlag þitt mun framtíðina skapa,
og færir allt til baka þúsundfalt.
Ríkidæmi og auð sinn maður metur,
mismunandi þarfirnar má sjá.
Einmanna þú einskis notið getur,
en allra sinna vina njóta má.


13. júní 2004.


Ljóð eftir Þórð Vilberg

Hugarflug (2004-05-30)
Gæði ?
Einn
Sönn saga
Bræðralag
Ást við fyrstu sýn ?
Eftirsjá


[ Til baka í leit ]