13. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ljóð sólarinnar

Hvað hefur þú læknað margar sálir
með hlýjum kærleika þínum?
Hvað hefur þú hlýjað mörgum hjörtum
með björtu brosi?
Hve mörgum hefur þú fært þýðingu lífsins
með hreinni hugulsemi?
Særðar sálir finna stað til að hvílast.
Þurr hjörtu fá raka
og þeir sem villst hafa, rata sína leið.
Allar sálir fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína, sól sálnanna.


Hverjir vita um endimörk krafts sólarinnar?
Hvaða spámenn segja fyrir um að dagurinn muni koma,
dagurinn þegar sólin veiklast og máttinn dregur úr henni?
Vindar úr vægðarlausum stormi berja þó sólina
og bylgjur úr köldum sjávarfjöllum þjóta enn til hennar.
Sólinni bregður en hún brennur ekki lengur.
Sólskin týnist í köldu myrkri og jörðin kólnar.
Allir á jörðinni vita, að þeir eru að tapa sólinni sinni.

Á svörtu köldu hrauni sitja sálirnar og bíða eftir sólinni.
Þær sakna hennar og gráta hana sárt.
Sálirnar heyra fjúk í hrauni en fá engin svör.
Þær hníga af kyrrð, því þær þekkja ekki orð til að gefa frá sér.
Sólin heyrir sálargrátinn og hún grætur sjálf.
Þótt hún leiti til skaparans heyrast engin svör.
Á kaldum vatnsspegli finnur sólin sjálfa sig og horfir á.
Hún hnígur til kyrrðar, því hún þekkir sig ekki, sólina án ljóss.

Hvar eru stórir lófar sem taka á móti sólinni
og víkja henni úr hyldjúpu köldu myrkri?
Hvar eru hlýjar hendur sem halda í hönd sólarinnar
og leiða hana í róandi grænan dal?
Hvar eru sterkir armar sem faðma sólina að sér
og kveikja hjá henni brennandi heitt líf á ný?
Sólin fer í ferð til leitar,
hún leitar að honum, skaparanum.

Yfir drauglegan hraunvöll fer sólin alein.
Hún spyr alla sem hún mætir
á leiðinni um skaparann.
Enginn veit hvar hann er, enginn þekkir hvaðan hann kemur.
Þótt vonbrigði séu þung á fótum sólarinnar, dregst hún áfram.
Í dimmum dal kemur hún í þorp hinna særðu sálna.
Þar hittir hún margar sálir,
sem þarfnast lækningar og umhyggju.

Sólin lítur í andlit hverrar sálar og kyssir þau.
Þar á meðal sér hún sál sem er að deyja.
Það er enginn litur í andliti hennar,
og það er ekkert líf í augunum.
Á höfðinu sést stórt gat eins og tunglið.
“Æ, hvað kom fyrir, stúlka mín?”
Undir þungum andardrætti svarar dauða sálin:
“Sólin mín.... ég er sál þín, elsku stelpa.”

Á svörtu köldu hrauni hnígur sólin niður grátandi.
Eigin sál sólarinnar liggur þar eins og aðrar særðar sálir.
Engin sál þar er ómeidd, engin án sorgar.
Hún snertir kinnar stúlkunnar með lófum sínum og kyssir þær.
Hún heldur í hendur stúlkunnar, mjúkt en fast.
Lófarnir á sólinni eru stórir og hendurnar hlýjar.
Hún faðmar sál sína með sterkum örmum.
Hún stendur upp og segir: “Förum heim, elskan mín.”

Allar sálir skynja að jörðin hreyfist undir niðri,
og að um himininn geysast vindar.
Öll vötn á jörðinni veltast í hringiðu,
og myrkrið skerst með eldingu sem fer ofan himininn.
Þær heyra gleði skaparans:
“Þetta er líka mitt elskaða barn, sem ég hef velþóknun á.”
Skaparinn álítur það gott að sólin skíni einu sinni enn,
að sólin skíni með særða sál sína.


Þú kemur upp á morgnana eins og sjálfsagt er,
en allir skynja hlýrra og mýkra sólskin en áður.
Sálirnar fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína.

Sálnasólina.Toshiki Toma
1958 -Ljóð eftir Toshiki Toma

Ljósvegur (2002-09-03)
Vorrigning
Tunglseyðimörk
Ljóð sólarinnar
Sumarnótt
6. ágúst, hjá Tjörninni
Tveir englar sem ég þekki
Blómvöndur (2002-11-01)
Tunglið (2003-06-28)
Ástúð tungls
síðsumar (2009-07-16)
Haustdagur (2009-01-25)
Vitinn (2004-09-01)
Fjallið
Ósk
Orð
Augun bláu
Sólarlag (2006-04-28)
sjávarvindur
Melgresi
Sannleikurinn (2007-08-02)
Kría (2005-10-27)
Fegurð í litskrúði (2009-02-03)
Mósaíkmynd á gárum (2004-10-29)
Ljós í húsglugga
Vetrardagur
Troðinn blómhnappur
Dropi af hjartahlýju
Myndir af útlendingum
Bæjarljós (2006-02-17)
Engilstár
Fjallshlíð (2009-02-04)
Frjálslyndur maður
Næturregn
Til þín, sem ert farin
Snjór að kveldi
Lítið vor (2008-06-24)
Vorkoma (2008-07-04)
Fimmta árstíðin (2009-02-02)
Hækkandi sól
Vorblær
Snemma sumars
Lind á himninum
Mynd sumarkvölds
ský
Blús
Vatn
Það dregur nær jólum
Andahjón á Austurvelli
Ást til þín fæddist (2009-02-17)
Blóm (2009-07-05)
Fagurfífill (2009-07-07)
Barnæska
Barnið (2009-07-21)
Sumarregn
Blóm regnsins (2009-09-26)
Fimmtíuáraafmæli
norðurljós (2010-03-15)
Sakura
Hamingjan (2010-05-31)
Jökull og húm
Lauf (2012-03-27)


[ Til baka í leit ]