25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
án titils

Seinfleygur fugl og hið hulda barn fylgdust að um stund milli samstæðra heima tveggja og þegar nær dró vetri varð sólskynið skýrara, augna þeirra beggja. Leggstu með mér milli þúfna og ég dreg þér af fingri leyndan dóm, segir álagakonan og sinnir blíðlyndi barnsins.
Um miðbik þegar aftur tók að dimma flaug hann um síðir afturábak og náði í koffortið sem þau skyldu við sig. Þar fann hann endurfundi margræðra muna.
Ekki svo, ekki svo, að hvorugt hafi því gleymt sem fagurt var en tíminn spyr ekki, hann gengur.tófa rófa
1983 -Ljóð eftir tófu rófu

borgin
björkin
fyrir Flóru
för
vog
án titils


[ Til baka í leit ]