10. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
konudagurinn

manstu þegar skáldið orti ljóð
úr orðunum sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma því þegar ég bauð þér í bíó
og pylsu á eftir í Bæjarins Bestu

manstu þegar guð hringdi og vildi
kaupa sólina sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma því þegar við fórum niðrá tjörn
og gáfum öndunum eldgamalt brauð

manstu þegar gullsmiðurinn bjó til hring
úr gullinu sem ég bjó til handa þér ?

ekki gleyma þegar ég gaf þér súkkulaði
á konudeginum

Ljóð eftir Hlín Ólafsdóttur

tjaldvörðurinn
konudagurinn (2006-02-18)
lítil saga um sprengingu
Karlmennskan holdi borin
banvæn gleymska
A.T.H


[ Til baka í leit ]