10. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
banvæn gleymska

einu sinni hitti ég mann úti á götu. Hann kinkaði kolli og ég sömuleiðis. Að því loknu gengum við áfram okkar leið, ég heim til mín og ég býst við að hann hafi farið heim til sín.
Það var ekki fyrr en stuttu seinna, daginn eftir að mig minnir, að ég fór að hugsa, já ég fór að hugsa!. Mér fannst ég hafa séð þennan mann einhverntíman áður, en allt kom fyrir ekki, ég gat hreinlega ekki munað hvar ég hafði sé hann áður.
Enn þann dag í dag er ég að reyna að mina hvar ég sá hann, fyrir utan þetta skipti úti á götu, en það virðist ekki vera að virka....


Kannski er ég ekkert eins mannglögg og ég hélt.


Ljóð eftir Hlín Ólafsdóttur

tjaldvörðurinn
konudagurinn (2006-02-18)
lítil saga um sprengingu
Karlmennskan holdi borin
banvæn gleymska
A.T.H


[ Til baka í leit ]