16. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Betlarinn

Hann er skítugur, saurugur, sorglegur.
Hann er ljótur, leiðinlegur, lygalaupur.
Hann er stoltur stór og sterkur.
Hann biður um pening og hlær að fólkinu með bindin.
Hann er flottari en þau, betri og klárari...betlari.
Hann hlær hátt, hótar lífláti og hlær.
Brosið eru ekki vængir svansins, brosið eru vængir snjótittlingsins sem svífur ekki heldur flögrar um, óöruggur, aumur og lítill.
Í glaðværu augunum er dögg...sem kemst ekki út, hann kreppir hnefana og vill ekki rigningu.
Innst inni sér hann eftir öllu og vill vera eins og þau, með bindi og skjalatösku,konu og börn. Hann vill stækka og breytast í svan en hann getur það ekki...flaskan kallar!
Þess vegna þykist hann vera stoltur, stór og sterkur, hlær og hótar lífláti en hann getur það ekki..hann er ekki svanur bara lítill aumkunarverður snjótittlingur.Svanurinn
1980 -

Þetta ljóð samdi ég í undergrondinu í London, þegar hrokafullur betlari settist í lestina og allir fjarlægðust hann, en hann bara hló.


Ljóð eftir Svaninn

Lífið er lag
Betlarinn
Neisti
Rasisti
Laufblað
Vinur
Tístarneisti
Svanurinn lækkar flugið
heimþrá
Gullbarnið
einmana
Dögg
Mengun
fyrrverandi?
hver er svanurinn?
Heimsendir
eilífðin (2002-07-21)
Er ég drep þig!
Bruni
Model framtíðarinnar
Tár
uppreisn gen hinu hefbundna máli
Án þín
Örveruheimur
Kennslustund
þunglyndi
Svefn
Kerti-líf
ég vil stríð!
Sónar
Kvöld
Hale Bob
Tilfinningar
Samviskubit
Millistig
Lag rósarinnar.
örljóð
hún
hugdetta
Bókarormur
Primrose Hill
þú kvalarfulla ást
Biblían
Nattsol
Rósarblöð
Gáta
Er ég persóna?
Flatey
Krossfestingin
Augnástartangó
Alvarleiki
vinir
Leikrit
LOVE
Óður til hafsins
Lífsinsgangur
Lifandi
Ég elska þig
Herra Skuggi og herra Gluggi
Lífið er taktur
Lífið er ljóð
samfarir
Sú skáeygða
Dimmalimm
Gæti veruleikinn verið draumur?
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
kvöldroðinn á ágústkvöldi
Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég á að brosa
kannski


[ Til baka í leit ]