18. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Heimsendir

A.
Aldur alda, líða og líða,
afi, amma, pabbi og mamma,
aldur alda líða og líða,
kynslóðir bætast við og við.

En núna í nútímanum eru:

B.
Brjálæðingar, bombur, blis og bull,
brenna, borgir, björg og börn,
biðja, bíða og borga fyrir blindan böll,
bílar, búðir, bæir, burstir,
brenna brjáluð börn,
brynjur bresta og brjáluðu börnin búa til BlÓÐ..BLÓÐ!
C.
Cresendo, cresendo,
centilítrar, centímetrar sökkva í djúpan sæ.
Coloradofljótið hverfur, kristnir menn kalla: Credo, credo , sem er upphaf biblíunnar, centa já milljónir centa af mannkyninu drukkna en það er um seinan.
D.
Drepnir, dánir, dauðir eru,
dátadyr dauðans ná,
detta dauðir dátar djöfuls,
dýrðlegt dautt dýr drepst á slá.
E.
Dyrnar eldast,
en ellin er ekki til,
eldur ergist og
endur missa il.
F.
Fæðist frelsari, frelsar fíflin,
friðinn fær fallegu liðin,
fer fjörðinn,
fer firðina,
fer fingri fram,
og frelsar frelsarinn stríðin.
G.
Finnur góðan grán grána,
gengur á grána yfir ána,
góður gráni gullið gefur,
gamli gaurinn gott málefni hefur,
galdurinn geymist er hann sefur.
H.
Hatur hitnar, hiti hlínar.
Hefur hjarta slokknað og óhlínað,
hendur haldast saman,
fastar, fastar og fastar.

og hatur hitnar, hiti hlínar,
detta dauðir dátar djöfuls,
drepnir dánir dauðir eru.

I.
Illur imbi inn i yfirvöldin kemst,
yndi, ilmur og yndisleiki skemmist,
ilmur dauðans eykst.
J.
Jólin, já jólin í Júgóslavíu jörðuð eru jólin þar ei haldin eru.
K.
kaldur kuldi kólnar og kólnar,
kælir kommúnistana til bana,
kveiknar þar kveikur til kaldra kola,
komið, komið, það kemur friður!

Fæðist frelsari færir þeim friðinn og kalda landið heitir Króatía.
L.
Lánsamt lýðveldi, lokaðar dyr,
leikur einn að mynda frið,
en leiknum lýkur,
ljósið lokast.
M.
Meiðir , miðar, molna myndir,
MENGUN!
missir móðinn,
MYRÐIR,
með meira, meira stríði myndast móða á lýðveldisdyr.
N.
neitar, nöldrar neðar og neðar,
nær alla leið niður á endan.
Nýnasistar nota nýjar leiðir,
nota ónotalega nútimann,
til að gera heimsendi.
O.
Olgur ormur, inn í húðina kemst,
opnar og rífur,
nú hafa inneflin skemst.
P.
Píka, pussa, pungur,
orðbragð versnandi fer.
R.
Reynir að rífa roð í ríkið,
roðnar, roðnar og refurinn slítur.
S.
Staddur siður sýður og sýður,
sofnar sefur,
sefur lengur og lengur.
T.
Tíminn tefur, tjónin tendra,
togandi áhrif á tímann:
Nýja tímann.
U.
Undur undra urðin eyskt,
undir þyngslunum mannfjöldinn er,
undir er maður sem ekkert sér.
V.
Vont, verra, verst,
vondur vetur verri er.
Þ.
Þungt, þyngra, þyngst,
heimur versnandi fer.
Æ.
Ærin skælir ei,
ærin ælir ei,
ærin drepst, æ,æ
lífið ei hefst.
Ö.
Öndvegi alda líða og líða,
eitt sinn var líf sem gat lifað og lifað.
Ísöld,
fornöld,
steinöld,
nýöld,
tækniöld,
heimstyrjöld.
..............HEIMSENDIR!Svanurinn
1980 -

Stafrósljóð. þetta ljóð skrifaði ég 15 ára og var í raun fyrsta ljóðið mitt, í dag er það enn þá í miklu uppáhaldi hjá mér. En krakkar á þessum aldri velta oft fyrir sér heimsendi eins og sést í Skrekk hæfileikakeppni Grunnskóla.


Ljóð eftir Svaninn

Lífið er lag
Betlarinn
Neisti
Rasisti
Laufblað
Vinur
Tístarneisti
Svanurinn lækkar flugið
heimþrá
Gullbarnið
einmana
Dögg
Mengun
fyrrverandi?
hver er svanurinn?
Heimsendir
eilífðin (2002-07-21)
Er ég drep þig!
Bruni
Model framtíðarinnar
Tár
uppreisn gen hinu hefbundna máli
Án þín
Örveruheimur
Kennslustund
þunglyndi
Svefn
Kerti-líf
ég vil stríð!
Sónar
Kvöld
Hale Bob
Tilfinningar
Samviskubit
Millistig
Lag rósarinnar.
örljóð
hún
hugdetta
Bókarormur
Primrose Hill
þú kvalarfulla ást
Biblían
Nattsol
Rósarblöð
Gáta
Er ég persóna?
Flatey
Krossfestingin
Augnástartangó
Alvarleiki
vinir
Leikrit
LOVE
Óður til hafsins
Lífsinsgangur
Lifandi
Ég elska þig
Herra Skuggi og herra Gluggi
Lífið er taktur
Lífið er ljóð
samfarir
Sú skáeygða
Dimmalimm
Gæti veruleikinn verið draumur?
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
kvöldroðinn á ágústkvöldi
Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég á að brosa
kannski


[ Til baka í leit ]