10. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Athöfn

Þó það sé aðeins athöfnin sjálf. Það að endurskapa. Fæða hlutina inn í formið. Ráða í rúnir umhverfisins og láta augun liggja þétt að líkama þínum. Í þínum heimi, handan glersins þar sem hreyfingar eru bundnar áföstum ramma eðlislögmálsins. Orð mín, sem ég hvísla, berast aldrei hálfa leið heldur farast langt frá hugsýn þinni. Þú ert útreiknanleg eins og einföld formúla. Og jafnvel þó þú sért ljót ertu tilvonandi, verðandi, vonandi hugmynd. Skýtur upp kollinum. Dregur til þín svifið í einum andardrætti. Horfin úr ramma. Varstu sköpun mín sjálfs? Óræð og leiðinleg á leið niður Bankastræti. Áföst myndinni frá eirðarlausum degi. Helgimynd hins óskírða. Dropi lostans. Og slangan sem færði hreyfingar sínar í sandinn.

Ljóð eftir Höskuld Kára

Athöfn
Veiðilok (2003-01-04)
Ásýnd (2002-08-26)


[ Til baka í leit ]