10. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ásýnd

Sefgrænt eyðiland undirdjúpanna
velkist með straumunum
í máðri ljósbirtu
öldutoppanna

Mitt á milli má sjá
steinana
þar sem þeir flöktandi
kastast til og frá

Óraunverulegir
líkt og þú sem starir oní hyldýpið
og býrð til heim ósnertanlegra orða


Ljóð eftir Höskuld Kára

Athöfn
Veiðilok (2003-01-04)
Ásýnd (2002-08-26)


[ Til baka í leit ]