25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lokaorð

Berst í briminu
björt og hrein.
Berst fyrir hinn
batnandi heim.

Fögur hún horfir
hafið á.
Hefur að baki
hrottafull ár.

Hljóðið hrynur
hrauninu af.
Blákalt brimið
bítur í það.

Bítur og bítur
bjarta mey.
Við dauðann þarf
að segja nei.


Ljóð eftir Magneu Arnardóttur

Kveðjustund
Lokaorð
Undursamlegur veruleiki
Heimurinn okkar, heimurinn minn
Tími
London
Veggurinn part. 18782
Fanginn


[ Til baka í leit ]