25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ferðalangarnir

Hreiðar Logi, Einar Örn,
Ásgeir og Magga Þóra.
Þau eru mikil englabörn
í okkar heimi stóra.

England lögðu undir fót
orlof sitt að nýta,
alltaf kunnu á öllu bót
aldrei voru að kýta.

Frekar þótti fólki djarft
að ferðast með litlu krílin,
en foreldrunum þótti þarft
að þekkjast ferðadílinn.

Heim þau komu í tæka tíð,
tóku á móti Burger og co.
Kanarnir lentu í kuldahríð,
kættust trauðla en hlógu þó.

Á Gullfossi þau gengu út
greyin nærri fatalaus,
í nístingskulda norpuðu í hnút,
uns næstum undan þeim fraus.

Eftir mögnuð ævintýr
um alla heima og geima,
Krúsilúsanna ær og kýr,
er´að kúra í hlýjunni heima.

Kveðja, Einar og Marta.
Þetta kvæði gerði ég í félagi við föður minn í gegnum síma frá Afríku, af tilefni þess að Magga systir fór í utanlandsferð með fjölskyldu sína.


Ljóð eftir Mörtu Einarsdóttur

Ofurklár (2009-05-10)
Foreldri
Ferðalangarnir
Álit
Afmælissöngur


[ Til baka í leit ]