13. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Myndir af útlendingum

Sjáðu myndir af þessu fólki, verkafólki.
Þetta eru allt útlendingar
komnir úr fjarlægð mikilli,
ég meina fjarlægðina á vegalengd, tungumálum og menningu,
til að starfa hérlendis.

Þeir fara í vinnu í myrkri á morgunanna
klára verk dagsins í kvölddimmu,
eða í endalausri birtu á sumrin.
Þótt í roki og kraparigningu, halda þeir enn áfram
og sjaldnast fá að borða heitan mat á milli, æ æ.

Sjáðu, þeir klæðast allir vinnugalla
og með hjálma á hverju höfði.
Þeir líta út fyrir að vera eins,
andlitin þeirra sjást ekki,
raddirnar heyrast ekki.


Taktu aðra mynd af þessu fólki, skemmtilegu fólki.
Þetta eru líka útlendingar
sem eru að fagna þjóðahátíð,
ég meina “þjóðahátíð”, ekki þjóðarhátíð,
“þjóða” í fleirtölu, eignafalli.

Þeim finnst gaman að tala á hikandi íslensku,
bjóða gestum að smakka framandi mat.
Þeir eru hrifnir af að syngja þjóðarlög sín og dansa.
Gott að vera stoltur af uppruna sínum,
gleðilegt að vera gefandi og sýna gestrisni.

Sjáðu, þeir klæðast allir þjóðarbúningum sínum
í marglitum og fjölbreyttum.
Enginn er eins en allir fallegir,
andlitin glitrandi,
raddirnar gleðjast hátt.


Þar eru nokkrar myndir eftir, svipmyndir af fólki,
hér klæðist það.... fötum.

Mynd á spitala, og maður lítur út fyrir að vera þungur,
hann hlýtur að glíma við sjúkdóm sinn.
Kona í bænarhúsi virðist vera einmana,
hún er nýskilin eða missti maka sinn.

En barn er ekki hamingjusamt? jú, þetta er í afmælisboði.
Ungt par, himinlifandi..... ástin!
Gamall maður í góðu skapi, eldri kona er feimin.
Reiður unglingur og grátandi stelpa.

Alvarlegt andlit og hugsandi, dapur á svipum og vonsvikinn.
Hlýr í augum og einlægur, ósvífinn á munnum og egnandi.

Andlit, andlit og andlit...
Stundum er maður brosandi,
kona er brosandi,
og barn er brosandi

...brosandi

eins og hann hafi himinn höndum tekið,
eins og hún hafi þekkt leyndarmál lífsins,
eins og það horfir upp á draumalandið,
brosa þau, og brosa.

Myndirnar eru brosandi!


Bíddu aðeins, afsakaðu.
Eru þetta líka myndir af útlendingum í alvöru?

Veit það ekki, satt að segja.
Þetta er bara fólk.Toshiki Toma
1958 -Ljóð eftir Toshiki Toma

Ljósvegur (2002-09-03)
Vorrigning
Tunglseyðimörk
Ljóð sólarinnar
Sumarnótt
6. ágúst, hjá Tjörninni
Tveir englar sem ég þekki
Blómvöndur (2002-11-01)
Tunglið (2003-06-28)
Ástúð tungls
síðsumar (2009-07-16)
Haustdagur (2009-01-25)
Vitinn (2004-09-01)
Fjallið
Ósk
Orð
Augun bláu
Sólarlag (2006-04-28)
sjávarvindur
Melgresi
Sannleikurinn (2007-08-02)
Kría (2005-10-27)
Fegurð í litskrúði (2009-02-03)
Mósaíkmynd á gárum (2004-10-29)
Ljós í húsglugga
Vetrardagur
Troðinn blómhnappur
Dropi af hjartahlýju
Myndir af útlendingum
Bæjarljós (2006-02-17)
Engilstár
Fjallshlíð (2009-02-04)
Frjálslyndur maður
Næturregn
Til þín, sem ert farin
Snjór að kveldi
Lítið vor (2008-06-24)
Vorkoma (2008-07-04)
Fimmta árstíðin (2009-02-02)
Hækkandi sól
Vorblær
Snemma sumars
Lind á himninum
Mynd sumarkvölds
ský
Blús
Vatn
Það dregur nær jólum
Andahjón á Austurvelli
Ást til þín fæddist (2009-02-17)
Blóm (2009-07-05)
Fagurfífill (2009-07-07)
Barnæska
Barnið (2009-07-21)
Sumarregn
Blóm regnsins (2009-09-26)
Fimmtíuáraafmæli
norðurljós (2010-03-15)
Sakura
Hamingjan (2010-05-31)
Jökull og húm
Lauf (2012-03-27)


[ Til baka í leit ]