16. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Æskustöðvarnar

Þegar ég var lítill
bjó ég á Eskifirði,

áður en ég fór út í eyðimörkina
og gresjan hvíslaði að mér
að ég skyldi aldrei framar
svara nafninu Þóroddur Ríkharðsson
heldur heita
Todd,
Todd Richardsson,

stóð ég oft á bryggjusporðinum
og horfði ofan í dýpið fyrir neðan.

Á þessum tíma hélt ég að eilífðin væri til
og hugmyndaflugið ætti sér engin takmörk.

Skopskyn mitt hefur breyst mikið síðan þá.
Einhverjir kynnu að halda að orðið "eyðimörk" vísaði til einhvers konar sýru-tripps. Svo er ekki, ég hef aldrei droppað sýru svo ég muni eftir. Hins vegar var ég um tíma mjög virkur í Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur. Á miðilsfundi árið 1974 vitraðist frændi minn úr Vesturheimi mér og hvatti mig til að ferðast til Bandaríkjanna. Á því ferðalagi lenti ég í ýmsum ævintýrum, en þó er mest um vert að gresjan talaði til mín og gaf mér þetta nafn - Todd Richardsson. Ég er henni ævinlega þakklátur því nafnið mun gera mér auðveldara fyrir ef ég hasla mér völl á erlendum vettvangi.


Ljóð eftir Todd Richardsson

Því að öll erum við dýr... (2004-09-22)
Upplýsingar um Reykjavík (2006-08-02)
Hvernig var helgin? (2002-06-12)
Land færitækjanna (2004-08-17)
Æskustöðvarnar (2002-09-24)
Trúarjátning (2007-01-01)


[ Til baka í leit ]