5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lokuð augu

Ef ég loka augunum
þá hverfur allt.
Allur sársaukinn,
allt þetta sem gerir veröldina slæma

Stundum langar mig ekki til að opna augun aftur.
Hafa þau lokuð og sjá minn heim.
Heiminn eins og hann á að vera.

En þegar ég opna augun aftur er heimurinn enn óbreyttur.
Sorgin, haturinn, stríðin ...
Þetta er allt enn til staðar

Afhverju að opna augun?
Er ekki auðveldara að loka þeim bara?
Loka bara augunum á heiminn, á staðreyndir lífsins?


Ljóð eftir Steinunni Önnu

Lokuð augu


[ Til baka í leit ]