16. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Við hvíta móðu

Þytur í stráum og ljósið skært,
þögnin þung og myrkrið tært.
Hjartsláttur svo dynur í fjöllum.
Þögn með hrópum og köllum.

Tár af vanganum strýkur
og hönd þín köld uns yfir líkur.
Þú hrópar á svar en svarið er dautt
ég aftur reyni en svarið er trautt.

Augun þau fljóta svo sést í hvítt
kippir um líkamann ótt og títt.
Ég berst fyrir andardrættinum ljúfa
en dauðinn, hann er lífið að rjúfa.

Ég hef hendur sem engan snerta
ég ber loga ósýnilegra kerta
ég hef anda sem loftið klýfur
ég hef sál sem yfir jörðinni svífur.

Þú öskrar og þú grætur
þú byltir þér um ókomnar nætur.
Missir máttinn og hnígur niður
hvíslar til mín og sáran biður:

Æ dauðvona engill
vertu mér hjá
þú varst mér svo góður
en nú ferðu mér frá.

Sparaðu kraft þinn
ég yfir þér vek
ef hverfur þú burtu
ég elska neinn get.

Ef ferðu nú frá mér
um synd verð ég sek
ég gef þér mitt hjarta
en lífið ég tek.

Við síðasta orðinu brjóstið brennur
og tár niður með hvörmunum rennur.
Þá synd skaltu ekki dirfast að drýgja
þú skalt lifa en ekki lífið flýja.

Heyrirðu í mér, sérðu mig ekki?
Þetta er ég og ég þig þekki.
En hvorki þú óp mín né köllin nemur
og myndin dofnar en ekkert kemur.Hulda
1994 -

Sett saman og samið að hluta til 18.mars 2009


Ljóð eftir Huldu

Manneskjan
Árstíðirnar
Þessar
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Vondir menn.
Draumar
Dalurinn
Síðasti sumardagur
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Bæn - Þakka þér Guð
Vertu þinn eigin vinur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Jón Hreggviðsson hýddur
Draumur
Við hvíta móðu
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans (2010-08-30)
Söknuður (2010-10-19)
Eitt kertakríli
Ljótir leikir (2012-03-09)
Fugl í búri


[ Til baka í leit ]