5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hvað hjartað veit

Agndofa vofan læðist aftan að mér,
kaldur andblær, fyrsti september.
Einn svartur steinn í hafið fer,
sem og koldimm tár í hendi mér.

Rykfallin kista nú tilbúin er,
sígur hún hægt -ofan í jörðina fer.
Veröldin brotin, á eftir sér
aðeins ég, þá ást er þú kenndir mér.

Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf

Kenndir eitt bros er myrkrað var,
breyst gat í sólargeisla jarðar,
kenndir þá elsku er ferðast um mar
og breytist með tímanum, fortíðarfar.

Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf


Ljóð eftir Maríu Hassing

Hvað hjartað veit
Kunnug slóð


[ Til baka í leit ]