5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Jólakertið

Ég reikaði' um efans ólguhöf
   og áttir ei sá né daginn,
því kertinu', er var mín vöggugjöf,
   ég varpaði út í sæinn.

Ég vissi', að ég gat ekki fundið frið,
   uns fyndi ég kertið aftur,
því titrandi hjarta hrærði við
   í húminu Drottins kraftur.

Í sogandi iðu út á kaf
   á eftir því mér ég henti,
en sá ekki', að Guð með geislastaf
   á glataða kertið benti.

Því ginningaljósin mér glöptu sýn
   frá glórunum heimsins barna,
uns bjarmann í djúpið bar til mín
   hin blikandi jólastjarna.

Þá sá ég mín gömlu sólskinsbönd,
   og sál minni þreyttri létti,
og frelsarans blessuð bróðurhönd
   að barninu kertið rétti.

Og Guði sé lof, nú er ljósið kveikt
   og ljómar við helgar tíðir;
þótt skarið sé lítið, lágt og veikt, -
   það lýsir mér heim um síðir!


Ljóð eftir Guðmund Guðmundsson

Jólakertið (2007-12-24)
Kisa (2003-01-17)
Kvöld í sveit


[ Til baka í leit ]