18. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lífsins glóðir

Hjarsláttur er býr til orð, grátur er græðir.
Tungumál kærleikans sem aðeins ástin skilur.
Það ómar frá þínum hæðum.
Þar sem draumar byrja sem tár,
Stjörnumerkjum stráð í snjóinn.
Andartak, er breytir augnabliki í ár.
Því sérhver hugsun býr til spor.
Og ein von getur breytt vetri í vor.
Því nú er bundin, sál við sál.
Og hlýr vindur, blæs yfir lífsins glóðir.
Því dauðleg vera, er orðin móðir.Halldór
1976 -Ljóð eftir Halldór

Heimilislausar hugsanir
Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós (2003-05-31)
Sár í síðu tímans
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans


[ Til baka í leit ]