5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kvöld í sveit

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit,
komið er sumar og fögur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit!


Ljóð eftir Guðmund Guðmundsson

Jólakertið (2007-12-24)
Kisa (2003-01-17)
Kvöld í sveit


[ Til baka í leit ]