25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sól

Sól
þú sem gerir allt svo fagurt
leyf mér að ganga í geislum þínum.

Sól
þú sem töfrar regnbogann fram
úr tárum mínum.

Sól
sjáðu mig
eitt lítið laufblað
á lífsins tré.

Sól
þú sem lýsir inn í líf mitt
leyf mér að hvíla í faðmi þínum.


Ljóð eftir Maríu Sigmundsdóttur

Sól
Amanda stendur á brúnni
Fortið
Kringluljóð
Ljóð um ljóð
Haustljóð
Atlantis


[ Til baka í leit ]