22. júní 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
hugurinn

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
í hverri andrá skella hugsanir
eins og leiftur norðurljósanna
sem hríslast um himinhvolfið
í leit sinni að jarðsambandi
það verður spennufall

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
og hugmyndir fæðast
líkt flugu sem þroskast í púpu
sem síðan flýgur út
eins og fullvaxta ávöxtur
er hefur sjálfstætt sinn feril

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
hin mesta áreynsla
getur falist í hugsunum
þar sem alheimurinn
rennur innann vébanda hugans
og á sér engin takmörk

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
í leik og starfi
er krafan um virkni
í hávegum höfð
en endalok hvers og eins
á sér allt sinn tíma

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
hvað eru endalokin?
þegar svefninn sækir mann?
þegar lífið fjarar út?
þegar lítil fluga flýgur á flugnaspaða?
þegar bíllinn fer ekki í gang?

ef huganum væri líkt við geyminn
væri minn stjörnuþoka
ég held að flugan hafi rétt fyrir sér!Gestur
1972 -

október 2000 © Gestur gestur@svaka.net


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð (2002-07-22)
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur


[ Til baka í leit ]