22. júní 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
rólega lagið

ef mér er órótt
ég get ey sofið
þá reyni ég ávallt
að hugsa um það góða
sem í kringum mig er
í stað alls þess leiða
sem mig dregur niður

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofna ég rótt
í nótt


ef mitt þakklæti dvín
minntu mig á það
að hugsa til þess
þegar ég átti ekki neitt
því aðeins þá
skýrast ég sé
að ég á allt
ég á þig...

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofna ég rótt
í nótt


ég hugsa um
lítið herbergi
í huga mér horfi
á lítinn koll
með hrokkið hár
fallegt brosið
sem til mín snýr
engillinn minn?

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofna ég rótt
í nótt


ef þér er órótt
og þú getur ey sofið
þá elskan mín
hugsaðu um það góða
sem þú átt
sem ég vil gefa þér
í stað alls þess leiða
sem dregur þig niður

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofnar þú rótt
í nótt


ég hugsa oft um
lítil herbergi
í huga mér horfi
á litla sæta kolla
með hrokkin hár
falleg brosin
sem að okkur snýr
englarnir okkar

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofnum við rótt
í nótt


ef okkur er órótt
og við getum ey sofið
þá skulum við tvö
hugsa um það góða
sem við eigum að
og gefum hvort öðru
í stað alls þess leiða
sem dregur okkur niður

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofnum við rótt
í nótt


ef að mér gleymist
að þakka þér
fyrir allt það góða
sem þú gefið hefur mér
þá langar mig nú vina
að gefa þér hér
lítið ljóð sem,
litla þakkargjöf

og áður en varir
út frá fallegum hugsunum
þá sofnum við rótt
í nótt

saman.....Gestur
1972 -

desember 2000 © Gestur gestur@svaka.net


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð (2002-07-22)
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur


[ Til baka í leit ]