22. júní 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
skilningur

kraftmikill seiður hafsins
sem brotnar í þúsund mola
á klöppinni sem þreytist, breytist
kallar á þig, kallar á þig
þá hrollur fer um mig
sem rennur í gegn
droparnir hrynja, stynja
leka niður, leka niður
þú blikkar augum ótt
býst við öllu, en færð ekkert
herðir vangan, langan
endalaust, endalaust
en svo finnur þú að lífið er til
með kulda og fjarlægð
þegar straumur hafsins, krafsins
togar í þig, togar í þig
þú vaknar upp
og sérð svo vel
í gegnum mig, þig
þú vaknar, þú vaknar
og skilur loksins alltGestur
1972 -

febrúar 2002 © Gestur gestur@svaka.net


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð (2002-07-22)
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur


[ Til baka í leit ]