25. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hið forboðna

lindin
forboðna
efst á fjallinu

upp í mót
ég arka
endalaust
í skriðunni

skorinn á fingrum
sár á fótum
klifra
klöngrast
kemst, þó hægt fari

feginn
andvarpa
kominn á tindinn

lindin
lifandi
uppspretta (ástar)
bíður mín
í berginu

ég bragða
hið forboðna
lindarvatn...
...ljúft

mér eins og forðum
sviplega varpað
burt úr paradís


Ljóð eftir Hjört Einarsson

Á hæðinni
Mynd 2
Mynd 3 (2002-06-24)
Mynd 4 (2003-08-09)
Hið forboðna


[ Til baka í leit ]