5. ágúst 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
ekki laust við trega

gærdagar mínir hrúgast upp
allt bara í einu
og farið að dimma á kvöldin uppúr tíu

einu sinni í viðbót við enn og aftur
veit ég ekki hvort ég vil muna
lóuna í eyrunum
lyngið í nefinu

auðveldara að höndla haustið frekar í vetur
horfa ekki á sinuna í köntunum...
-bláberjasulta er nú voða góðmarún
1981 -Ljóð eftir marúnu

ekki laust við trega


[ Til baka í leit ]