24. júlí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Varðmaðurinn

Allt er rólegt,
velbúnir menn fylgja skjalatöskum á þönum.

Allt er rólegt,
konur með útskorin brjóst sitja við skriftir á kaffihúsum.

Allt er rólegt,
svartir hjólbarðar sleikja malbikið og sólina.

Allt er rólegt,
auglýsingar vinna kappsamlega að auknum vinsældum.

Allt er rólegt,
umferðarskilti kljúfa steina og gangstéttarhellur.

Allt er rólegt,
steyptar byggingar haggast ekki.

Allt er rólegt -
allt er rólegt undir Esju hlíðum.


Ljóð eftir Helga Hjálmtýsson

Varðmaðurinn (2002-08-24)
drengurinn
geim
hugsa


[ Til baka í leit ]